City í vandræðum með Southampton (myndskeið)

Manchester City lenti í vand­ræðum á heima­velli á móti Sout­hampt­on í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

James Ward-Prow­se kom Sout­hampt­on yfir á 13. mín­útu og var staðan 1:0 í hálfleik. Sergio Agu­ero jafnaði á 70. mín­útu og Kyle Wal­ker tryggði City þrjú stig með marki á 86. mín­útu.

City er enn sex stigum á eftir toppliði Liverpool eftir leiki dagsins.  

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll mörkin og helstu tilþrifin í leiknum. 

mbl.is