Enn tapar Arsenal stigum (myndskeið)

Arsenal hefur leikið þrjá leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta án þess að vinna eftir 1:1-jafntefli við Wolves á heimavelli í dag. 

Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir á 21. mínútu en Raúl Jiménez jafnaði fyrir Wolves stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar við sat. 

Í spilaranum fyrir ofan má sjá mörkin og tilþrifin úr leiknum. 

mbl.is