Hádramatískt sigurmark Liverpool

Andy Robinson jafnar í 1:1.
Andy Robinson jafnar í 1:1. AFP

Liverpool er enn með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir hádramatískan 2:1-sigur á Aston Villa á útivelli. Villa komst yfir á 21. mínútu og var staðan 1:0 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Andy Robertson jafnaði á 87. mínútu og Sadio Mané tryggði Liverpool sigurinn með skallamarki á fjórðu mínútu uppbótartímans. 

Manchester City lenti einnig í vandræðum á heimavelli á móti Southampton. James Ward-Prowse kom Southampton yfir á 13. mínútu og var staðan 1:0 í hálfleik. Sergio Aguero jafnaði á 70. mínútu og Kyle Walker tryggði City þrjú stig með marki á 86. mínútu. 

Arsenal þurfti að sætta sig við 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Wolves. Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir á 21. mínútu en Raúl Jiménez jafnaði metin á 76. mínútu og þar við sat. 

Raheem Sterling leitar leiða framhjá vörn Southampton.
Raheem Sterling leitar leiða framhjá vörn Southampton. AFP

Úrslitin úr leikjunum: 

Arsenal - Wolves 1:1
Aubameyang 21. -- Jiménez 76.

Aston Villa - Liverpool 1:2
Trezeguet 21. - Robertson 87. Mané 90.

Brighton - Norwich 2:0
Trossard 68., Duffy 84.

Manchester City - Southampton 2:1
Aguero 70., Walker 86. -- Ward-Prowse 13.

Sheffield United - Burnley 3:0
Lundstram 17., 42., Fleck 45.

West Ham - Newcastle 2:3
Balbuena 74., Snodgrass 90. -- Clark 16., Fernández 22., 51.

Mesut Özil var í byrjunarliði Arsenal.
Mesut Özil var í byrjunarliði Arsenal. AFP
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 16:54 Textalýsing MARK Aston Villa 1:2 Liverpool (Mané 90.) - Jahérna hér! Mané skorar sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartímans. Skallar glæsilega í fjærhornið eftir hornspyrnu.
mbl.is