Arsenal svarar sögusögnunum um Mourinho

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Forráðamenn Arsenal hafa fullyrt að Raul Sanllehi, íþróttastjóri félagsins, og José Mourinho hafi ekki fundað í vikunni en Duncan Castles hjá The Times skirfaði pistil þess efnis í morgun.

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið mikið gagnrýndur að undanförnu og þykir valtur í sessi. Fullyrti Castles að Sanllehi hafi fundað með Mourinho um möguleikann á að Portúgalinn tæki við Arsenal.

Sky Sports greinir nú frá því að Arsenal neitar því alfarið að Sanllehi og Mourinho hafi mæst og að þeir hafi ekki talað saman í nokkur ár.

mbl.is