Leicester upp í þriðja sætið

Leikmenn Leicester fagna marki Caglar Soyuncu.
Leikmenn Leicester fagna marki Caglar Soyuncu. AFP

Leicester er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2:0-útisigur á Crystal Palace á Selhurst Park í dag. Leicester er með fleiri stig eftir 11 umferðir nú en þegar félagið varð óvænt enskur meistari árið 2016.

Caglar Soyuncu stangaði inn boltann á 57. mínútu eftir hornspyrnu James Maddisson til að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið áður en Jamie Vardy innsiglaði sigurinn með marki á 88. mínútu. Var þetta tíunda deildarmark Vardy á tímabilinu sem er nú markahæstur en þeir Sergio Agüero og Tammy Abraham hafa skorað níu.

Leicester er því með 23 stig í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Englandsmeisturum Manchester City og fyrir ofan Chelsea á markatölu. Þegar Leicester varð landsmeistari fyrir þremur árum var liðið með 22 stig á sama tíma. Crystal Palace er í 9. sæti með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert