Rodgers í toppbaráttu með Leicester (myndskeið)

Leicester er komið upp í þriðja sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu eft­ir 2:0-útisig­ur á Crystal Palace á Sel­hurst Park í dag. Leicester er með fleiri stig eft­ir 11 um­ferðir nú en þegar fé­lagið varð óvænt ensk­ur meist­ari árið 2016.

Leicester er með 23 stig í þriðja sæti, tveim­ur stig­um á eft­ir Eng­lands­meist­ur­um Manchester City og fyr­ir ofan Chel­sea á marka­tölu. Þegar Leicester varð lands­meist­ari fyr­ir þrem­ur árum var liðið með 22 stig á sama tíma. Crystal Palace er í 9. sæti með 15 stig.

Svipmyndir úr leiknum, sem var í beinni útsendingu á Símanum Sport, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert