Son fær sálfræðihjálp

Son brýtur á Andre Gomes. Nokkrum andartökum síðar rakst Gomes …
Son brýtur á Andre Gomes. Nokkrum andartökum síðar rakst Gomes á Sergei Aurier og fótbrotnaði illa. AFP

Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min fékk að líta rauða spjaldið í 1:1-jafntefli Tottenham og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Son braut þá á André Gomes, leikmanni Tottenham, með þeim afleiðingum að Gomes fótbrotnaði illa. 

Son var eyðilagður eftir atvikið og fór að lokum grátandi af velli. Mauricio Pochettino var ekki sáttur við að leikmaðurinn fengi rautt spjald fyrir brotið. 

„Það var augljóst að Son ætlaði ekki að gera þetta. Það er ótrúlegt að hann hafi fengið rautt spjald. Við sjáum til hvort við áfrýjum dómnum,“ sagði Argentínumaðurinn áður en hann var spurður út í líðan Son. 

„Hann mun tala við sálfræðinga. Ég vil þakka Seamus Coleman, fyrirliða Everton, fyrir að koma inn í búningsklefann eftir leik til að athuga hvernig Son liði,“ sagði Pochettino. 

Dele Alli, liðsfélagi Son, varði leikmanninn í viðtali eftir leik. „Son er niðurbrotinn og grátandi. Þetta er ekki honum að kenna. Hann er ein almennilegasta manneskja sem ég veit um. Hann getur ekki einu sinni lyft höfðinu upp, hann grætur svo mikið,“ sagði Alli. 

mbl.is