Búist við því að Gomes nái fullum bata

André Gomes.
André Gomes. AFP

Portúgalski miðjumaðurinn André Gomes gekkst undir vel heppnaða aðgerð í dag en hann ökklabrotnaði á hræðilegan hátt í viðureign Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park í gær.

Ljótt fótbrot og mikil dramatík

Everton segir í tilkynningu að aðgerðin hafi heppnast vel og er búist við því að Gomes nái fullum bata en hann mun dvelja á sjúkahúsi næstu daga.

„Fyrir hönd André vill félagið þakka öllum stuðningsmönnum Everton og allri knattspyrnufjölskyldunni fyrir stuðninginn og skilaboðin sem við höfum fengið síðan eftir leikinn í gær,“ segir í yfirlýsingu frá Everton.

 

Son fær sálfræðihjálp

mbl.is