Góðar fréttir fyrir Liverpool

Leikmenn Liverpool fagna marki gegn Aston Villa á laugardaginn.
Leikmenn Liverpool fagna marki gegn Aston Villa á laugardaginn. AFP

Það kemur í hlut Michael Olivers að dæma toppslag Liverpool og Manchester City sem eigast við í ensku úrvalsdeildinni á Anfield næsta sunnudag.

Stuðningsmenn Liverpool eru fegnir því að Martin Atkinsson hafi ekki verið settur dómari á leikinn en hann dæmdi leik liðsins á móti Manchester United á Old Trafford þar sem United skoraði umdeilt mark og var VAR-dómari í leik Aston Villa og Liverpool á laugardaginn þar sem hann mat það svo að Roberto Firmino hafi verið rangstæður þegar hann kom boltanum í net Villa.

Oliver er talinn vera einn besti dómari deildarinnar. Hann hefur tvisvar sinnum áður dæmt leiki Liverpool og Manchester City og hann hefur 18 sinnum dæmt á Anfield frá árinu 2008 og hefur Liverpool ekki tapað neinum af þeim leikjum.

Michael Oliver.
Michael Oliver. AFP
mbl.is