Loks búinn að jafna sig eftir Íslandsförina

N'Golo Kanté mættur á æfingu Chelsea í dag.
N'Golo Kanté mættur á æfingu Chelsea í dag. AFP

N'Golo Kanté hefur náð sér af meiðslum og gæti spilað með Chelsea gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu í fótbolta annað kvöld.

Kanté hefur misst af síðustu fimm leikjum vegna meiðsla og hefur aðeins leikið sex leiki á tímabilinu til þessa, en hann meiddist í nára í upphitun fyrir leik Frakklands og Íslands í undankeppni EM í síðasta mánuði. Hann verður í leikmannahópnum gegn Ajax á morgun.

„Auðvitað er hann afar mikilvægur fyrir okkur. Hann er einn af bestu miðjumönnum heims og hefur verið það í nokkur ár, svo ég kvarta ekki yfir því góða vandamáli sem ég stend frammi fyrir nú þegar hann er heill,“ sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, en Jorginho og Mateo Kovacic hafa þótt leika vel í fjarveru Kanté. „Ég vil samkeppni. Við spilum á þriggja til fjögurra daga fresti núna og ég þarf á öllum að halda,“ sagði Lampard.

N'Golo Kanté ferðaðist með Frökkum til Íslands en gat svo …
N'Golo Kanté ferðaðist með Frökkum til Íslands en gat svo ekki spilað vegna meiðsla. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert