Stuðningsmenn Liverpool: Kaupið hann núna

Stuðningsmenn Liverpool á Anfield.
Stuðningsmenn Liverpool á Anfield. AFP

Stuðningsmenn Liverpool vilja að félagið kaupi þýska landsliðsmanninn Timo Werner sem farið hefur á kostum með Leipzig í þýsku Bundesligunni á tímabilinu.

Werner skoraði þrennu og lagði upp tvö mörk þegar Leipzig burstaði Mainz 8:0 um nýliðna helgi. Werner, sem er 23 ára gamall, hefur þar með skorað 13 mörk í 15 leikjum með liði Leipzig á tímabilinu.

Ákvæði eru í samningi Werners að hægt sér að kaupa hann fyrir 27 milljónir punda og stuðningsmenn Liverpool eru æstir í að fá hann til liðs við félagi. Nokkrir þeirra báru fram óskir sínar á twitter.

Werner hefur spilað 28 leiki með þýska landsliðinu og hefur í þeim skorað 11 mörk. Hann kom til Leipzig frá Stuttgart fyrir þremur árum.mbl.is