Cardiff á leið í félagsskiptabann

Emiliano Sala lést í flugslysi á leið frá Nantes til …
Emiliano Sala lést í flugslysi á leið frá Nantes til Cardiff. AFP

Velska knattspyrnufélagið Cardiff City fær ekki að kaupa leikmenn í næstu þremur félagsskiptagluggum þar sem félagið hefur ekki greitt franska félaginu Nantes 5,2 milljónir punda fyrir Emiliano Sala. 

Sala lést í flugslysi á leið frá Nantes til Cardiff eftir að hann gekk frá samningi við félagið. Þá lék Cardiff í ensku úrvalsdeildinni en nú er liðið í B-deild. Cardiff neitaði að borga fyrir félagsskiptin og fór Nantes í mál við velska félagið í kjölfarið. 

Fifa dæmdi Nantes í vil og var Cardiff gert að greiða fyrstu greiðslu félagsskiptanna. Kaupverðið á Sala nam alls 17 milljónir evra, en Cardiff var aðeins gert að borga fyrstu greiðslu. 

mbl.is