Liverpool teflir fram tveimur liðum í einu

Það er mikið álag á Jürgen Klopp og hans mönnum.
Það er mikið álag á Jürgen Klopp og hans mönnum. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að leikmannahópi liðsins verður skipt í tvennt í desember. Eitt lið spilar við Aston Villa í enska deildabikarnum og annað ferðast til Katar og spilar á HM félagsliða. 

Liverpool mætir Aston Villa í átta liða úrslitum deildabikarsins þann 17. desember næstkomandi en á sama tíma verður liðið í Katar að leika á HM félagsliða. Einn leikmannahópur liðsins spilar við Aston Villa á meðan annar ferðast til Katar. 

„Við viljum þakka ensku deildakeppninni fyrir áhuga við að hjálpa okkur og við getum staðfest að við ræddum aðrar lausnir, en að lokum komumst við að þessari niðurstöðu. Hún er sú besta til að stýra álagi leikmanna og starfsfólks,“ segir í yfirlýsingu sem Liverpool sendi frá sér í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina