Rauða spjaldið á Son dregið til baka

Heung-Min Son brýtur á Andre Gomes.
Heung-Min Son brýtur á Andre Gomes. AFP

Rauða spjaldið sem Tottenham-maðurinn Heung-Min Son fékk fyrir brot sem sem varð til þess að André Gomes fótbrotnaði hefur verið dregið til baka á enska knattspyrnusambandinu. 

Son braut á Gomes í leik Tottenham og Everton á sunnudaginn með þeim afleiðingum að Gomes lenti illa á Serge Aurier og fótbrotnaði. Í kjölfarið breytti Martin Atkinson, dómari leiksins, gulu spjaldi í rautt. 

Tottenham áfrýjaði dómnum og nú hefur rauða spjaldið verið tekið til baka. Son fer því ekki í þriggja leikja bann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert