Endurkoma hjá Chamberlain í landsliðið

Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain. AFP

Callum Hudson-Odoi úr Chelsea og Alex Oxlade-Chamberlain, Liverpool, voru valdir á nýjan leik í enska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikina gegn Svartfjallalandi og Kósóvó í undankeppni EM í knattspyrnu.

Sumir áttu von á að Jack Grealish, miðjumaðurinn knái úr Aston Villa, yrði valinn í hópinn en hann hlaut ekki ná fyrir augum Gareth Southgate þjálfara enska landsliðsins. James Maddison var hins vegar valinn en hann hefur átt góðu gengi að fagna með liði Leicester City á tímabilinu.

Englendingar hafa þegar tryggt sér sæti á EM en þeir hafa unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Markverðir: Tom Heaton, Jordan Pickford, Nick Pope.

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Joe Gomez, Harry Maguire, Tyrone Mings, Danny Rose, John Stones, Fikayo Tomori, Kieran Trippier.

Miðjumenn: Ross Barkley, Fabian Delph, Jordan Henderson, James Maddison, Mason Mount, Alex Oxlade-Chamberlain, Declan Rice, Harry Winks.

Sóknarmenn: Tammy Abraham, Callum Hudson-Odoi, Harry Kane, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Raheem Sterling, Callum Wilson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert