Matic vill komast í burtu

Nemanja Matic í leik með Manchester United.
Nemanja Matic í leik með Manchester United. AFP

Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic sér enga framtíð hjá Manchester United og vill komast í burtu frá félaginu í janúarglugganum.

Matic er samningsbundinn United út þetta tímabil en félagið er með ákvæði í samningi sínum við leikmanninn að geta framlengt hann um eitt ár.

Matic er sagður þrýsta á forráðamenn Manchester United um að fá að yfirgefa liðið í janúar en hlutskipti hans frá því Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu hefur verið bekkjarseta meira og minna.

Serbinn, sem er 31 árs gamall, kom til United frá Chelsea sumarið 2017. Hann hefur spilað 67 deildarleiki með Manchester-liðinu og hefur í þeim skorað tvö mörk. Matic hefur aðeins komið við sögu í þremur af 11 leikjum United í deildinni á þessu tímabili.

mbl.is