Gylfi fékk góða dóma

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í 2:1 sigri Everton gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á St.Marys í dag. Þetta var fyrsti útisigur Everton á tímabilinu.

Eftir að byrjað á varamannabekknum í síðustu fjórum leikjum Everton kom Gylfi inn í byrjunarliðið og lék allan tímann. Hann átti þótt í fyrra marki Everton sem kom eftir hornspyrnu frá Gylfa. Mason Holgate flikkaði boltanum með höfðinu á Tom Davies sem skoraði. Hans fyrsta mark í 553 daga.

Gylfi fékk 7 í einkunn hjá Liverpool Echo, staðarblaðinu í Liverpool og 7 hjá Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert