Gylfi og félagar upp fyrir Man. United

Everton-menn fagna vel og innilega í dag.
Everton-menn fagna vel og innilega í dag. Ljósmynd/Everton

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans hjá Everton unnu afar mikilvægan 2:1-sigur á Southampton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gylfi Þór var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn. 

Tom Davies kom Everton yfir strax á fimmtu mínútu og voru Everton-menn mun sterkari í fyrri hálfleik. Danny Ings jafnaði hins vegar fyrir Southampton á 50. mínútu og voru heimamenn líklegri til að bæta við marki, þegar Richarlison skoraði gegn gangi leiksins korteri fyrir leikslok og tryggði Everton sigur. 

Með sigrinum fór Everton upp í 14 stig, upp fyrir Manchester United og í 13. sæti. Southampton er hins vegar í basli í 10. sæti með átta stig. 

Burnley vann auðveldan sigur á West Ham.
Burnley vann auðveldan sigur á West Ham. AFP

Tottenham tókst ekki að sigra nýliða Sheffield United á heimavelli. Lokatölur urðu 1:1 og voru það gestirnir sem voru líklegri til að ná í stigin þrjú og sköpuðu fjölmörg færi. Heung-Min Son kom Tottenham hins vegar yfir á 58. mínútu, en tólf mínútum fyrir leikslok skoraði George Baldock jöfnunarmark og þar við sat. 

Newcastle vann sinn annan leik í röð er liðið lagði Bournemouth á heimavelli, 2:1 og Burnley vann sannfærandi sigur á West Ham, 3:0. 

Burnley - West Ham 3:0
Barnes 11., Wood 44., sjálfsmark 54.

Newcastle - Bournemouth 2:1
Yedlin 43., Clark 52. -- Wilson 14. 

Southampton - Everton 1:2
Ings 50. -- Davies 5., Richarlison 75.

Tottenham - Sheffield United 1:1
Son 58 -- Baldock 78.

Tottenham og Sheffield United skildu jöfn.
Tottenham og Sheffield United skildu jöfn. AFP
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 16:58 Leik lokið Takk kærlega fyrir samfylgdina!
mbl.is