Frábær frammistaða hjá strákunum

Ole Gunnar Solskjær var ánægður með lærisveina sína í dag.
Ole Gunnar Solskjær var ánægður með lærisveina sína í dag. AFP

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United var í sjöunda himni með frammistöðu sinna manna í 3:1 sigrinum gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í dag.

„Við hefðum átt að skora miklu fleiri mörk en þetta var frábær frammistaða hjá strákunum. Þegar þú sérð þá sækja fram völlinn er gaman að horfa á þá.

Anthony Martial skoraði ekki í leiknum en hann var stórkostlegur. Brandon Williams var frábær líka. Stigataflan skiptir í raun ekki máli eins og er en við þurfum að halda áfram að bæta okkur, vinna leiki og sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Solskjær en með sigrinum fór United úr 14. sæti upp í það sjöunda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert