Ömurleg helgi fyrir Aubameyang

Pierre-Emerick Aubameyang átti enga draumahelgi.
Pierre-Emerick Aubameyang átti enga draumahelgi. AFP

Helgin var afar slæm fyrir gabonska knattspyrnumanninn Pierre-Emerick Aubameyang. Framherjinn er fyrirliði Arsenal sem tapaði fyrir Leicester á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær, 0:2, en hann lenti í fleiri áföllum um helgina. 

Aubameyang klessti nefnilega Lamborghini glæsibifreið sína. Aubameyang borgaði 270.000 pund fyrir ökutækið eða rúmar 43 milljónir króna. Að sögn Mirror, lenti framherjinn í árekstri við ökumann Mercedes bifreiðar. 

Enginn slasaðist í slysinu, en það átti sér stað er Aybameyang var á leið sinni heim af æfingu á föstudagskvöldið. Að sögn sjónarvotta var mikil umferð á svæðinu og gekk hún hægt. Því gerðist slysið ekki á miklum hraða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert