Guardiola ekki refsað

Pep Guardiola tekur í höndina á Mike Dean fjórða dómara …
Pep Guardiola tekur í höndina á Mike Dean fjórða dómara leiksins að leiknum loknum á Anfield í gær. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, verður ekki refsað af enska knattspyrnusambandinu fyrir framgöngu sína í gær samkvæmt BBC. 

Vangaveltur voru um hvort Guardiola hafi sýnt dómurum óvirðingu að leiknum loknum gegn Liverpool sem Liverpoo vann 3:1 í gær. 

Guardiola segist einfaldlega hafa tekið í höndina á dómaratríóinu og þakkað fyrir eins og hann leggi í vana sinn að gera. 

mbl.is