Klopp getur útskýrt það betur

Pep Guardiola daufur í dálkinn á varamannabekk City á Anfield …
Pep Guardiola daufur í dálkinn á varamannabekk City á Anfield í gær. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að þrjú lið eigi meiri möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn en City.

„Vonandi höldum við hugarfari okkar og reynum en ef það verður ekki nóg í lokin vil ég óska Liverpool, Leicester eða Chelsea til hamingju,“ sagði Guardiola eftir ósigur sinna manna gegn Liverpool á Anfield í gærkvöld.

Meistararnir eru í fjórða sæti deildarinnar, níu stigum á eftir Liverpool og einu stigi á eftir Leicester og Chelsea.

„Níu stig eru mikið og Liverpool tapaði aðeins einum leik á síðustu leiktíð. Níu stig eru ekki auðveld, en það er aðeins nóvember. Ég veit ekki hvort það er ár þeirra eða ekki — Jürgen Klopp getur útskýrt það betur,“ sagði Guardiola.

mbl.is