Mandzukic til United?

Mario Mandzukic.
Mario Mandzukic. AFP

Staðarmiðillinn Manchester Evening News veltir því fyrir sér í kvöld hvort Króatinn Mario Mandzukic gæti verið á leiðinni til Manchester United. 

Vitnar miðillinn í Il Bianco Nero sem fullyrðir að United hafi gert Juventus tilboð í leikmanninn og hann sé tilbúinn til að færa sig á Old Trafford. 

Samkvæmt ítalska miðlinum verðleggur Juventus Króatann á 10 milljónir evra og mun það standa í forráðamönnum United. Þeir hafi áhuga á leikmanninum en vilji borga minna. 

Mario Mandzukic er 33 ára og þekkt stærð í boltanum eftir að hafa sannað sig hjá liðum eins og Bayern München, Atlético Madríd og Juventus. 

mbl.is