Stutt gaman hjá Traoré

Adama Traoré í baráttu um boltann í leik Wolves og …
Adama Traoré í baráttu um boltann í leik Wolves og Aston Villa í gær. AFP

Adama Traoré, kantmaður úr liði Wolves, hefur neyðst til þess að draga sig út úr spænska landsliðshópnum í knattspyrnu en hann var óvænt kallaður inn í hópinn í fyrsta sinn á laugardaginn.

Traoré var valinn í landsliðshópinn vegna meiðsla Rodrigo Moreno en Traore varð svo fyrir meiðslum í sigri Úlfanna gegn Aston Villa í gær.

„Því miður get ég ekki svarað þessu kalli þar sem ég meiddist í leiknum. Það er leiðinlegt að geta ekki verið hluti af hópnum en ég mun vinna í því að komast aftur í form og eiga þar með möguleika á að komast í landsliðshópinn í framtíðinni,“ sagði Traore við fréttamenn eftir leikinn.

Pablo Sarabia úr liði Paris SG hefur verið valinn í landsliðshópinn í stað Traoré.

mbl.is