„Úrslitin ráðin í titilbaráttunni“

Jürgen Klopp fagnar sigri sinna manna í gær.
Jürgen Klopp fagnar sigri sinna manna í gær. AFP

José Mourinho, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, Manchester United og fleiri liða, spáir því að Liverpool vinni langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vor.

Þetta sagði Mourinho á Sky Sports eftir sigur Liverpool gegn Manchester City á Anfield í gærkvöld þar sem Liverpool náði átta stiga forskoti í toppsæti deildarinnar.

„Ég tel að úrslitin séu ráðin í titilbaráttunni nema eitthvað dramatískt gerist svo sem mikil meiðsli eða þess háttar. Manchester City er vel fært að vinna sjö, átta, níu leikjum í röð en ég get ekki séð hvernig Liverpool getur tapað þessu forskoti. Gæðin eru það mikil í Liverpool-liðinu. Þetta er fullkomið púsluspil.

Liverpool hefur aðeins tapað tveimur stigum í fyrstu 12 umferðunum en liðið hefur unnið ellefu leiki og gert eitt jafntefli sem kom gegn Manchester United.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert