Klopp kallar eftir breytingum á VAR

Jürgen Klopp og Pep Guardiola takast í hendur eftir leik …
Jürgen Klopp og Pep Guardiola takast í hendur eftir leik Manchester City og Liverpool á sunnudag. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nýtti sér knattspyrnustjóraráðstefnu UEFA í vikunni til að kalla eftir breytingu á VAR. Fremstu knattspyrnustjórar Evrópu sátu fundinn og ásamt Klopp voru menn eins og Pep Guardiola, Carlo Anchelotti, Unai Emery og Zinedine Zidane á svæðinu. 

Guardiola var allt annað en sáttur við að fá ekki vítaspyrnu í leik Liverpool og Manchester City á sunnudag. Þrátt fyrir ákvörðunin hafi komið sér vel fyrir Klopp, var Þjóðverjinn sammála Guardiola um að breyta þyrfti notkun tækninnar. 

„Það er hægt að bæta VAR, en það verður aldrei 100% nákvæmt, það vita það allir. Það eru nokkrir hlutir sem má bæta og sérstaklega þegar kemur að rangstöðum og hendi. UEFA hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig má bæta VAR, svo allir eru sammála um að það þarf að skoða þetta.

Ég skil að það eru stundum gerð mistök hjá VAR. Það eru enn þá menn á bak við myndavélarnar og enginn er fullkominn. Það er engin að biðja um fullkomnum, bara réttar ákvarðanir,“ sagði Klopp á fundinum. 

mbl.is