Tilfinningarnar náðu tökum á mér

Raheem Sterling.
Raheem Sterling. AFP

Raheem Sterling segir að tilfinningarnar hafi náð tökum á sér en eins og fram kom á mbl.is fyrr í morgun mun Sterling ekki leika með enska landsliðinu í undan­keppni EM 2020 á fimmtu­dag­inn eftir að upp úr sauð á milli hans og Joe Gomez á æf­ingu landsliðsins í gær.

Sterling segir að það sé allt gott á milli hans og Gomez.

„Við erum búnir að ræða saman og leysa okkar mál,“ skrifar Sterling á Instagram-síðu sína.

„Við erum í íþrótt þar sem tilfinningarnar eru miklar og ég viðurkenni að þær náðu tökum á mér. Þetta er ástæða þess að við spilum þessa íþrótt, vegna ástar okkar á henni. Ég og Joe Gomez erum góðir, við skiljum báðir að þetta var fimm til 10 sekúndna hlutur [...] þetta er búið, við höldum áfram og gerum þetta ekki stærra en það er,“ skrifar Sterling.

mbl.is