Endurheimta Pogba í grannaslagnum

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Reiknað er með að Paul Pogba verði klár í slaginn á nýjan leik með Manchester United þegar það sækir granna sína í Manchester City heim í ensku úrvalsdeildinni 7. desember.

Frakkinn hefur misst af síðustu níu leikjum United vegna meiðsla í ökkla en hann hefur nú losnað við gipsumbúðir á ökklanum og getur fljótlega byrjað að æfa með liði sínu.

Pogba hefur ekkert spilað síðan í 1:1 jafntefli Manchester United á móti Arsenal á Old Trafford 30. september.

mbl.is