Færist nær United

Mario Mandzukic.
Mario Mandzukic. AFP

Fabio Paratici, íþróttastjóri ítalska meistaraliðsins Juventus, er mættur til London til viðræðna við Manchester United um kaup félagsins á króatíska landsliðsmanninum Mario Mandzukic.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá þessu og að United sé nálægt því að tryggja sér Mandzukic fyrir 13 milljónir punda, sem jafngildir rúmum 2 milljörðum króna.

Mandzukic, sem er 33 ára gamall, hefur ekkert spilað með Juventus undir stjórn Maurizio Sarri á leiktíðinni en hann hefur spilað með liðinu frá 2015 en var þar áður í herbúðum Atlético Madrid og Bayern München.

Hann hætti að spila með króatíska landsliðinu í fyrra en hann lék 89 leiki með því og skoraði 33 mörk.

mbl.is