Mistök að fara til Everton

Moise Kean hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Everton.
Moise Kean hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Everton. AFP

Það voru mistök hjá Moise Kean að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni frá ítalska félaginu Juventus og hann ætti að snúa aftur heim eins fljótt og auðið er en það er faðir Kean sem segir þetta.

Kean, sem spilar með yngri landsliðum Ítalíu og er 19 ára gamall, var keyptur til Everton í sumar fyrir 27 milljónir punda en faðir hans segir hann óánægðan í Liverpool. Það er Sky Sports sem segir frá þessu og hefur eftir faðir Kean að leikmaðurinn sé óánægður og með heimþrá.

Framherjanum hefur gengið illa að komast í lið Everton en hann hefur aðeins komið við sögu í níu leikjum og enn ekki skorað mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert