Pochettino sýnd samúð

Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. AFP

Argentínumaðurinn Mauricio Pochett­ino fær töluverða samúð víða í knattspyrnuhreyfingunni á  Englandi eftir að hann var látinn taka pokann sinn hjá Tottenham Hotspur í gær. 

Ýmsir hafa látið í ljós þá skoðun sína í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum að Pochettino hafi átt betra skilið en uppsagnarbréf. 

Þá hafa lykilmenn hjá Tottenham sent honum hlýjar kveðjur sem og sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker sem lék með Tottenham seinni hluta ferilsins og botnar lítið í ákvörðun forráðamanna félagsins. 

Jose Mourinho tekur við Tottenham eins og greint var frá í morgun. 

mbl.is