Kemst Liverpool í góðan hóp?

Sadio Mané og Virgil van Dijk fagna marki með Liverpool.
Sadio Mané og Virgil van Dijk fagna marki með Liverpool. AFP

Tapi Liverpool ekki fyrir Crystal Palace þegar liðin eigast við á Selhurst Park í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn verður það fimmta liðið í ensku úrvalsdeildinni sem spilar 30 leiki í röð án taps í deildinni.

Liverpool tapaði síðast deildarleik gegn Manchester City 3. janúar á þessu ári en það sem eftir var af tímabilinu tapaði það ekki leik og er ósigrað í fyrstu tólf leikjunum á þessu tímabili.

Bara fjögur lið, frá þremur ólíkum félögum, hafa afrekað þetta.

Arsenal tapaði ekki 49 leikjum í röð frá 7. maí 2003 til 16. október 2004.

Chelsea tapaði ekki 40 leikjum í röð frá 23. október 2004 til 29. október 2005.

Arsenal tapaði ekki 30 leikjum í röð frá 23. desember 2001 til 6. oktober 2002.

Manchester City tapaði ekki 30 leikjum í röð frá 8. apríl 2017 til 2. janúar 2018.

Nottingham Forest á hins vegar næstbesta árangurinn í efstu deild á Englandi og setti met sem Arsenal sló árið 2004. Forest tapaði ekki leik í deildinni frá 26. nóvember 1977 til 9. desember 1978, eða 42 leikjum í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert