Mesta forskot í deildinni í 26 ár

Jürgen Klopp stjóri Liverpool.
Jürgen Klopp stjóri Liverpool. AFP

Forystan sem Liverpool er komið með í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir sigurinn á Manchester City fyrir landsleikjafríið, 3:1, er mesta forskot sem lið hefur náð í deildinni að tólf umferðum loknum í 26 ár.

Liverpool er með 34 stig af 36 mögulegum eftir ellefu sigra og eitt jafntefli og er átta stigum á undan næstu liðum sem eru Leicester og Chelsea með 26 stig og átta sigurleiki hvort.

Haustið 1993 var Manchester United, undir stjórn Alex Fergusons, í enn betri stöðu en þetta. United hafði þá um vorið krækt í sinn fyrsta meistaratitil í 26 ár, eða frá 1967. Liðið vann tíu af fyrstu tólf leikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði einum, og var því með 31 stig að tólf umferðum loknum, þremur minna en Liverpool er með nú. Hins vegar var forskotið níu stig því næstu lið á eftir voru Norwich og Arsenal með 22 stig. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert