Mourinho í sólskinsskapi

Jose Mourinho
Jose Mourinho AFP

José Mourinho tjáði sig við fjölmiðla í London í gær eftir að hafa stýrt sinni fyrstu æfignu sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur. 

Ekki ber á öðru en að Portúgalinn hafi ákveðið að sýna sparihliðarnar  en samskipti hans við fjölmiðlafólk hafa stundum verið skrautleg.

„Í því felast forréttindi fyrir knattspyrnustjóra þegar hann er ánægður með leikmannahópinn sem er til staðar.

Slíkt gerist ekki oft. Í hreinskilni sagt þá gerist það oftar en ekki að við hugsum strax um hverju þurfi að breyta varðandi leikmannahópinn þegar við tökum við nýju liði.

Í þessu tilfelli er upplifunin allt önnur. Mér líst virkilega vel á þennan hóp leikmanna,“ sagði Mourinho á fundinum um sín fyrstu viðbrögð eftir æfinguna í gær. 

mbl.is