Mourinho mun vinna titla hjá Tottenham (myndskeið)

Það kom Andy Townsend, sem á sínum tíma spilaði yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, ekki á óvart að Tottenham skildi reka Mauricio Pochettino sem knattspyrnustjóra liðsins í vikunni. 

„Ég fékk það á tilfinninguna að Pochettino var ekki ánægður með það sem gekk á bak við tjöldin hjá Spurs. Hann átti frábær fimm ár liðinu en þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Townsend, sem bætti því við að leikmönnum liðsins ættu að taka sinn skerf af sökinni. 

„Það ætti að vera pressa á Tottenham að vinna titla. Á síðustu árum hefur liðið verið í efstu fjórum sætum ensku deildarinnar og verið mjög nálægt því að vinna Meistaradeildina, en með þennan leikmannahóp ætti Tottenham að berjast um alla stóru titlana, alla.

Liðið þarf sigurvegara, rödd og leiðtoga. Mourinho tikkar í öll boxin. Hann passar kannski ekki þegar kemur að fótboltanum, en það skiptir ekki meginmáli. það sem skiptir máli hjá Tottenham núna er að vinna. Ég held hann muni vinna titil hjá Spurs. Það eru fáir í þessum bransa sem geta unnið titla eins og José Mourinho,“ sagði Townsend. 

Tottenham heimsækir West Ham í fyrsta leik 13. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 12:30 á morgun og verður leikurinn í beinni útsendingu á Símanum sport. 

mbl.is