Brottreksturinn náðist á myndband

José Mourinho leysti Mauricio Pochettino af hólmi.
José Mourinho leysti Mauricio Pochettino af hólmi. AFP

Brottrekstur knattspyrnustjórans Mauricio Pochettino frá Tottenham náðist á myndband hjá efnisveitunni Amazon Prime, þar sem heimildarmynd um tímabilið hjá Tottenham er í vinnslu. 

Myndefnið hefur ekki verið gefið út, en mun væntanlega vera hluti af þáttunum er þeir koma út eftir tímabilið.

Talið er að myndir hafi náðst af fundi Pochettino við forráðamenn félagsins er þeir tjáðu honum að ekki yrði lengur óskað eftir kröftum hans. Einnig náðust myndir af Argentínumanninum taka eigur sínar saman áður en hann yfirgaf skrifstofur félagsins í síðasta skipti. 

Aðeins nokkrum klukkutímum eftir brottrekstur Pochettino var José Mourinho ráðinn sem eftirmaður hans. Náðust myndir af fyrstu kynnum Mourinho við hina ýmsu leikmenn, m.a. Harry Kane. 

mbl.is