Ancelotti orðaður við Arsenal

Carlo Ancelotti þjálfari Napoli.
Carlo Ancelotti þjálfari Napoli. AFP

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri ítalska liðsins Napoli, er sagður ofarlega á blaði stjórnarmanna Arsenal sem næsti knattspyrnustjóri félagsins. Meðal stjóra sem einnig eru orðaðir við starfið eru Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, og Mikel Arteta, aðstoðarstjóri Manchester City. The Telegraph greindi frá þessu nú í morgun.

Arsenal rak í morgun Unai Emery úr starfi en hann hafði stýrt liðinu frá því í maí árið 2018. Freddie Ljungberg hefur verið ráðinn tímabundið sem knattspyrnustjóri liðsins og mun stýra liðinu í næsta leik, gegn Norwich á sunnudag.

Portúgalinn Nuno Espírito Santo er einnig orðaður við starfið.
Portúgalinn Nuno Espírito Santo er einnig orðaður við starfið. AFP
mbl.is