Fabinho spilar ekki meira á árinu

Fabinho spilar ekki meira á þessu ári.
Fabinho spilar ekki meira á þessu ári. AFP

Fabinho, miðjumaður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, verður ekki meira með á þessu ári eftir að hafa meiðst á ökkla í leik liðsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni. Enska félagið hefur staðfest fréttirnar.

Þetta þýðir að Fabinho verður ekki með Liverpool í næstu níu leikjum hið minnsta, þar á meðal gegn Everton í upphafi næsta mánðar og toppslagnum gegn Leicester City. 

Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 13 umferðir. Liðið er með 8 stiga forskot á Leicester City sem situr í öðru sæti. Næsti leikur liðsins er gegn Brighton á heimavelli klukkan 15 á morgun.

mbl.is