Liðsfélagi Gylfa samdi

Richarlison verður hjá Everton næstu árin.
Richarlison verður hjá Everton næstu árin. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison skrifaði í dag undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Er hann nú samningsbundinn félaginu til 2024. 

Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, keypti Richarlison til Watford á sínum tíma og svo aftur til Everton á 40 milljónir punda á síðustu leiktíð. Richarlison hefur skorað 19 mörk í 54 leikjum fyrir Everton. 

Stór félög í Evrópu hafa sýnt Richarlison áhuga, en Everton hafnaði nokkrum tilboðum í sumar. Sóknarmaðurinn hefur skorað sex mörk í sauthán landsleikjum með Brasilíu. 

Everton hefur aðeins unnið tvo af níu síðustu leikjum sínum og gæti leikurinn við Leicester á sunnudag verið síðasti leikur Silva hjá liðinu, en sæti hans er orðið býsna heitt. 

mbl.is