Verðlaunað með fjögurra ára samning

Dean Smith á hliðarlínunni hjá Villa.
Dean Smith á hliðarlínunni hjá Villa. AFP

Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, skrifaði í dag undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Gildir nýi samningurinn til 2023. Smith kom til Villa í október á síðasta ári og fór með liðið upp úr ensku B-deildinni upp í úrvalsdeildina með sigri á Derby í úrslitum umspilsins á Wembley. 

Villa er sem stendur fjórum stigum fyrir ofan fallsætin í 15. sæti. Smith hefur alla tíð verið stuðningsmaður Villa og var hann að vonum ánægður með nýja samninginn. 

„Ég er mjög ánægður með að hafa gert nýjan langtímasamning við félagið. Ég hlakka til að takast á við nýjar áskoranir og gera Aston Villa að toppfélagi í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Smith á heimasíðu félagsins. 

mbl.is