De Gea segir United skorti gæði

David de Gea.
David de Gea. AFP

David de Gea, markmaður Manchester United, viðurkennir að liðið skorti gæði. United hefur enn ekki tekist að vinna tvo leiki í röð í ensku úrvalsdieldinni á leiktíðinni og er liðið í níunda sæti með 17 stig, 20 stigum frá toppliði Liverpool. 

„Fyrri hálfleikurinn á móti Sheffield United var hræðilegur, einn sá versti á árinu. Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð heilt yfir, en við gerðum betur í seinni hálfleiknum. Við verðum að vinna svona leiki og ná 4-5 sigrum í röð til að nálgast toppinn. 

Við erum að gefa allt sem við eigum, en það vantar stöðuleika. Við getum bætt okkur mikið. Strákarnir eru að gera allt hvað þeir geta á æfingum, en kannski vantar meiri gæði,“ sagði De Gea í samtali við Sky Sports. 

United býður Aston Villa á Old Trafford á sunnudag og getur United farið upp í 20 stig og fimmta sæti með sigri. 

mbl.is