„Fannst þetta ekki alveg í lagi“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hæstánægður eftir 2:1-sigur liðsins á Brighton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Virgil van Dijk skoraði bæði mörk Liverpool, áður en Lewis Dunk minnkaði muninn fyrir Brighton, eftir að Alisson í marki Liverpool fékk beint rautt spjald fyrir að verja boltann fyrir utan teig. 

„Þetta var sennilega hendi,“ viðurkenndi Klopp eftir leik. „Hann vildi 100% skalla boltann en andstæðingurinn náði til boltans á undan honum og þá getur svona gerst. Van Dijk var maður leiksins en Adrian gerði líka mjög vel.

Það er ekki auðvelt að koma inn á með kaldar fætur, það gerir meira að segja markspyrnur erfiðar. Þetta var virkilega sætur sigur og það var ótrúlegt að sjá hversu mikið leikmönnum langaði að vinna. 

Mark Brighton kom beint úr aukaspyrnu eftir að Alisson sá rautt spjald. Dunk tók spyrnuna þegar Adrián var enn að stilla upp varnarveggnum. 

„Þetta var sniðugt hjá Brighton en markmaðurinn var að koma inn á og var að stilla upp veggnum. Dómarinn lét þetta vera og við getum ekki breytt því, en mér fannst þetta ekki alveg í lagi.“

Jürgen Klopp og Virgil van Dijk fagna í leikslok.
Jürgen Klopp og Virgil van Dijk fagna í leikslok. AFP
mbl.is