Leikurinn á Anfield sýndur í beinni á mbl.is

Jürgen Klopp og Jordan Henderson fá Brighton í heimsókn á …
Jürgen Klopp og Jordan Henderson fá Brighton í heimsókn á Anfield í dag. AFP

Liverpool tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í dag en leiknum lauk með 2:1-sigri Liverpool.

Virgil van Dijk skoraði bæði mörk Liverpool í fyrri hálfleik en Lewis Dunk minnkaði muninn fyrir Brighton á 78. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu.

Alisson Becker, markmaður Liverpoool, fékk að líta beint rautt spjald á 76. mínútu þegar hann handlék knöttinn utan teigs en það kom ekki að sök og Liverpool fagnaði sigri.

Liverpool er nú með ellefu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar á Manchester City og Leicester. Leicester á leik til góða en liðið mætir Everton á morgun.

mbl.is