Óvænt tap hjá Chelsea (myndskeið)

West Ham vann óvæntan 1:0-sigur á Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá West Ham síðan 22. september og hafði liðið leikið átta leiki í röð án sigurs. 

Flestir bjuggust því við þægilegum sigri Chelsea en sú varð aldeilis ekki raunin. West Ham er nú í 14. sæti með 16 stig og Chelsea í 4. sæti með 26 stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is