Rauða spjaldið og dramatíkin á Anfield (myndskeið)

Li­verpool er með ell­efu stiga for­skot á toppi ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar eft­ir drama­tísk­an 2:1-sig­ur gegn Bright­on á An­field í Li­verpool í dag.

Virgil van Dijk skoraði tví­veg­is fyr­ir Li­verpool með skalla eft­ir fast leik­atriði í fyrri hálfleik. Á 76. mín­útu fékk Al­isson Becker í marki Li­verpool að líta beint rautt spjald fyr­ir að hand­leika knött­inn utan teigs og auka­spyrna dæmd, hana nýttu Brighton-menn sér vel, en það dugði ekki til. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hann var í beinni útsendingu á Símanum sport og á mbl.is. 

mbl.is