Hádramatík hjá Gylfa og félögum (myndskeið)

Leicester skaust aft­ur upp í annað sætið, upp fyr­ir Eng­lands­meist­ara Manchester City, með því að vinna drama­tísk­an 2:1-sig­ur á Evert­on á heima­velli sín­um í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta dag. Gylfi Þór Sig­urðsson var í byrj­un­arliði Evert­on og með fyr­irliðabandið og það voru gest­irn­ir sem komust yfir á 23. mín­útu með marki Richarlisons. Gylfi spilaði all­an leik­inn.

Jamie Var­dy jafnaði met­in eft­ir rúm­lega klukku­tíma leik er hann skoraði í sjötta leikn­um í röð og seint í upp­bót­ar­tím­an­um skoraði Kelechi Iheanacho drama­tískt sig­ur­mark. Aðstoðardóm­ar­inn taldi hann rang­stæðan og veifaði flaggi sínu en eft­ir at­hug­un í VAR var markið talið gott og gilt, við mik­inn fögnuð heima­manna.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en hann var í beinni útsendingu á Símanum sport. 

mbl.is