„Má ekki sjást hjá United“ (myndskeið)

Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson voru álitsgjafar hjá Tómasi Þórði Þórðarsyni í Vellinum á Símanum sport í kvöld. Fóru þau bæði yfir vandamál Manchester United í þætti kvöldsins, en United hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. 

„Það vantar gæði í þetta lið hjá United, það vantar auðvitað menn sem eru meiddir og annað en þetta er það stór klúbbur að þeir eiga að vera með meiri breidd. Ég veit hann er að vinna í því en þetta lítur ekki vel út.

Þeir verða að klára svona leik á heimavelli og svona mistök sem þeir gera í öðru markinu, það má ekki sjást hjá United,“ sagði Bjarni, áður en Margrét Lára tók til máls og sagði United vanta leiðtoga. 

Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is