Margrét Lára um Liverpool: Þetta er galið (myndskeið)

Trent Alexander-Arnold er búinn að leggja upp 17 mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta síðan í upphafi síðustu leiktíðar. Á þeim tíma hefur Virgil van Dijk skorað sjö mörk. Báðir eru þeir í efsta sæti á meðal varnarmanna í þeirri tölfræði. 

Þá eru Alexander-Arnold og Andy Robertson saman komnir með tíu stoðsendingar í fjórtán leikjum á tímabilinu. „Þetta er galið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Símanum sport í kvöld. 

„Þeir fá svæði og hinir hlaupa bara inn á teig, eins og Mané og Salah. Þeir vita að sendingin kemur. Það er ótrúlega gott að vera í þannig liði og vita að sendingin kemur,“ bætti Margrét Lára við. 

Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is