Brasilíski markvörðurinn bestur

Alisson flytur þakkarræðu á verðlaunahátíð France Football í París í …
Alisson flytur þakkarræðu á verðlaunahátíð France Football í París í kvöld. AFP

Alisson Becker, brasilíski markvörðurinn hjá Liverpool, var kjörinn besti markvörður heims árið 2019 í kjöri France Football á Gullboltanum, Ballon d'Or, en í fyrsta skipti var sérstök kosning um besta markvörðinn sem hlaut Yashin-verðlaunagripinn.

Þjóðverjinn Marc-André ter Stegen varð annar í kjörinu og Ederson, landi Allisons hjá Manchester City, hafnaði í þriðja sæti.

mbl.is