„Ekkert að frétta“

Joel Matip hefur ekkert spilað síðan 20. október síðastliðinn.
Joel Matip hefur ekkert spilað síðan 20. október síðastliðinn. AFP

Joel Matip, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, verður ekki með liðinu á miðvikudaginn kemur þegar Everton mætir á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Matip lék síðast með Liverpool gegn Manchester United 20. október síðastliðin en hann er meiddur á hné.

Matip hafði byrjað sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni og skorað eitt mark áður en hann meiddist en hann og Virgil van Dijk mynduðu afar öflugt miðvarðarpar hjá Liverpool. „Það er ekkert að frétta,“ sagði Klopp þegar hann var spurður út í meiðsli leikmannsins á dögunum.

„Hann fór í myndatöku á föstudaginn síðasta og við bíðum enn þá eftir niðurstöðum úr henni,“ bætti Klopp við. Liverpool spilar fjórtán leiki í öllum keppnum í desember og janúar og því vonast Klopp til þess að fá Matip aftur sem allra fyrst.

mbl.is